Mottumars
Skeggkeppnin
Skeggkeppnin er skemmtilegur hluti af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Þátttakendur skeggkeppninnar safna ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og styðja þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins.
Árið 2024 tóku 360 karlar þátt í Skeggkeppninni og söfnuðu rúmlega 7 milljónum króna. Kynntu þér keppnina og taktu þátt núna í ár!


Vinir Mottumars






























Reynslusögur
„Reynslusögur“ er greinasafn Krabbameinsfélagsins sem miðlar reynslusögum einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Viðtöl við fólk sem er tilbúið að stíga fram, segja sína sögu með það að leiðarljósi að aðstoða aðra í sömu sporum. Einlægar og upplýsandi frásagnir um hvernig er að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir og mikilvægi vinahópa og aðstandenda í því ferli.
Mottumarsfréttir
Málþing: Krabbamein í blöðruhálskirtli - streymi í boði
Hádegismálþing „Krabbamein í blöðruhálskirtli - líf og líðan karla eftir meðferð" í tilefni af Mottumars þar sem áhersla verður lögð á líf og líðan eftir meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini.
Það er píptest!
Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum
Mottudagurinn er 20. mars
Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils
Hönnun byggð á kórónu Prins Póló
Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, Berglindi Häsler í samstarfi við Björn Þór Björnsson. Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka sem Svavar Pétur, Prins Póló, skildi eftir sig.


Um átakið
Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina. Krabbameinsfélagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara.

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Mottumars auglýsing 2025
Fræðsla um lífsstíl sem dregur úr líkum á krabbameinum
Að minnsta kosti eitt af hverjum þremur krabbameinstilvikum hafa tengsl við lífsvenjur fólks. Þó að þú getir ekki tryggt þig gegn því að fá krabbamein getur þú dregið úr líkunum með heilsusamlegum lífsstíl. Kynntu þér hvernig þú getur tekið góðar ákvarðanir fyrir þig og þína.

Karlaklúbburinn
Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Saman ætlum við að breyta þessu. Sem félagi þiggur þú tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu. Þannig ertu liðsmaður í baráttunni gegn krabbameinum.

Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.