Málþing: Krabbamein í blöðruhálskirtli - streymi í boði
Hádegismálþing „Krabbamein í blöðruhálskirtli - líf og líðan karla eftir meðferð" í tilefni af Mottumars þar sem áhersla verður lögð á líf og líðan eftir meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini.
Á málþinginu verður fjallað um þá fylgikvilla sem geta fylgt sjúkdómnum og meðferðinni og hvað menn geta gert til að draga úr einkennum og bæta líðan.
Málþingið verður haldið þann 31. mars kl. 11:30-13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Einnig verður boðið upp á streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar. Húsið opnar kl 11.
Hér er hægt að horfa á streymi.
Dagskrá
Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini
Vigdís Eva Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
Kynning á Lífsgæðarannsókn
Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu
Fylgikvillar meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini - er hægt að gera eitthvað?
Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
Lárus Jón Björnsson (Lalli), sjúkraþjálfari
Reynslusaga
Hólmfríður Sigurðardóttir fulltrúi maka- og aðstandendafélagsins Traustir makar og Ágúst Þór Gunnarsson meðlimur í Framför.
Kynning á Framför - félags karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
Guðmundur Páll Ásgeirsson, formaður Framfarar
Fundarstjóri: Helgi Björnsson, hjá Krabbameinsfélaginu