Beint í efni

Leið­bein­andi við­mið í sam­starfi við styrkt­ar­að­ila

Leiðbeinandi viðmið í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands, aðildarfélaga og Vísindasjóðs við styrktaraðila hafa það að markmiði að einfalda samskipti og fækka álitaefnum sem geta komið upp í tengslum við samstarf við styrktaraðila.

Öflugur bakhjarl

Krabbameinsfélagið, með aðildarfélögum sínum, er öflugur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein, lifenda, aðstandenda og þeirra sem missa ástvini úr krabbameinum.  Félagið er í forystu í baráttunni gegn krabbameinum og félaginu er ekkert óviðkomandi sem tengist krabbameinum.  

Dyggur stuðningur

Starf félagsins og árangur þess byggir alfarið á stuðningi almennings, fyrirtækja og stofnana í landinu. Sá stuðningur hefur verið mikill og tryggur og félagið sinnir sínu starfi í trausti þess að eiga hann áfram vísan. Samvinna félagsins, almennings og fyrirtækja er og verður þjóðinni til heilla. 

Samstarf við Krabbameinsfélagið kemur öllum vel

  • Fyrirtæki fá gott tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð
  • Vörumerkið styrkist
  • Skuldbinding starfsmanna og viðskiptavina eykst
  • Sala eykst
  • Einstaklingar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn krabbameinum
  • Fyrirtæki og einstaklingar njóta skattaafsláttar

Krabbameinsfélagið skapar öllum möguleika á að leggja málstaðnum lið

og býður einstaklingum, félögum og fyrirtækjum til samstarfs.

Samstarfsaðilar geta verið allir einstaklingar eða lögaðilar en á því geta þó verið undantekningar:

  • Krabbameinsfélagið á engum tilvikum samstarf sem tengist beinum krabbameinsvöldum, tóbaki og áfengi
  • ef samstarfið rýrir á einhvern hátt möguleika félagsins til að vera óháð og sjálfstætt í sínu starfi. Að því skal sérstaklega gætt í samstarfi sem tengist lyfja- og lækningavörum

Trúverðugleiki og orðspor

Í öllum tilfellum skal hafa þann fyrirvara við samstarf að það geti ekki ógnað trúverðugleika og orðspori félagsins, ekki síst í tengslum við krabbameinsáhættu. Sem dæmi má nefna samstarf sem tengist vörum sem mælt er gegn í fræðslu félagsins um hvað getur aukið líkum á krabbameinum. Það skal metið í hvert sinn.

Ef einhver hætta er á að samstarf geti skaðað orðspor eða rýrt trúverðugleika skal alltaf leita leiða til að finna annars konar samstarfsmöguleika, sem gera viðkomandi mögulegt að styrkja málstaðinn.

Samþykkt á fundi stjórnar Krabbameinsfélags Íslands 27. febrúar 2023