Beint í efni

Stefna Krabbameinsfélagsins

Krabb blár bakgrunnur

Því lífið liggur við

Fjöl­breytt­ar leið­ir - mark­vissar að­gerð­ir

Til að takast á við krabbamein þarf að beita fjölbreyttum leiðum og markvissum aðgerðum. Gríðarlega stórar áskoranir eru framundan þar sem spáð er mjög mikilli fjölgun krabbameinstilvika en líka mikilli fjölgun lifenda.  Til að ná enn meiri árangri hefur Krabbameinsfélagið sett sér stefnu til ársins 2030 því lífið liggur við.     

Stuðningur

Fram­tíð­ar­sýn fé­lags­ins

Færri fá krabbamein, fleiri læknast, lifa lengi og njóta lífsins – með og eftir krabbamein

Framtíðarsýn

Árið 2030 er Krabba­meins­fé­lag­ið með að­ild­ar­fé­lög­um sín­um

  • leiðandi í stefnumótun og ákvarðanatöku um krabbamein 
  • í forystu í forvörnum gegn krabbameinum 
  • sterkur bakhjarl allra, með og eftir krabbamein 
  • í lykilhlutverki í krabbameinsrannsóknum

með umhyggju, áreiðanleika og framsækni að leiðarljósi.

Hringmynd
    • Með virkri þátttöku sjúklinga og aðstandenda 
    • Með nýtingu gagna og vitundarvakningu 
    • Með öflugri hagsmunagæslu 
    • Með samvinnu og hvatningu 
    • Með markvissri fræðslu og upplýsingagjöf út frá gagnreyndri þekkingu 
    • Með nýtingu gagna, miðlun þeirra og vitundarvakningu 
    • Með samvinnu við marga aðila, svo sem heilbrigðisyfirvöld, skóla, fyrirtæki og fleiri 
    • Með fræðslu, ráðgjöf og hagsmunagæslu 
    • Með sérstakri áherslu á lífið eftir krabbamein 
  • Með rannsóknum og stuðningi við vísindarannsóknir 

Markmið félagsins fyrir árið 2030

  • Mörg krabbamein hafa þekkta áhættuþætti. Fækkun þeirra um 18% til ársins 2040 krefst markvissrar fræðslu og stjórnvaldsaðgerða svo neysla hollra matvæla, hreyfingar og sólarvarna aukist, neysla áfengis og tóbaks minnki.

    Krabbameinsfélagið fræðir og hvetur stjórnvöld og hagsmunaaðila til aðgerða.

  • Stöðluðum ferlum er ætlað að auka jöfnuð, minnka biðtíma og óöryggi sjúklinga.  

    Slíkir ferlar hafa verið innleiddir á Norðurlöndunum. 

    Krabbameinsfélagið undirbýr innleiðingu staðlaðra ferla með mælanlegum markmiðum og styður við gerð þeirra í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisyfirvöld.   

  • Snemmgreining krabbameina eykur batahorfur. Lykilatriði eru skimanir sem geta fundið krabbamein áður en þau valda einkennum, að þekkja einkenni, auðvelt aðgengi að heilsugæslu og stöðluð greiningarferli.  

    Krabbameinsfélagið fræðir, hlustar, fylgist með gæðavísum og beitir sér í hagsmunagæslu.  

  • Aukin lifun eftir krabbamein fæst með áframhaldandi framförum í greiningu og meðferð, hámarksárangri af skimunum, stöðluðum ferlum, nýtingu gæðavísa og tryggu aðgengi að endurhæfingu. 

    Krabbameinsfélagið fylgist með lifun og gæðavísum með samanburði við Norðurlöndin og beitir sér í hagsmunagæslu. 

  • Með skilgreindum gæðavísum og mælanlegum markmiðum er hægt að sjá árangur hér og bera saman við önnur lönd.  

    Gæðaskráning greiningar og meðferðar er í stöðugri þróun hjá Krabbameinsfélaginu með hagsmunaaðilum. Félagið nýtir gögn til hagnýtingar og hagsmunagæslu. 

  • Ójöfnuður tengdur heilsu er vaxandi. Í krabbameinsþjónustu þarf að vinna gegn ójöfnuði, með gjaldfrjálsum skimunum, reglubundnu mati á líðan og stöðluðum ferlum. Í þjónustu Krabbameinsfélagsins er jöfnuður leiðarljós. Félagið fylgist með og hvetur stjórnvöld til aðgerða sem auka jöfnuð.  

  • Lífsgæði fólks með krabbamein eiga að vera sem best. Kerfisbundið, reglubundið mat og viðeigandi úrræði eru nauðsyn. 

    Krabbameinsfélagið rannsakar lífsgæði fólks, veitir ráðgjöf og stuðning, óháð búsetu, samfélagsstöðu og uppruna. Sérstök áhersla er á lifendur, langvinnar og síðbúnar aukaverkanir. 

  • Atvinnuþátttaka er mörgum mikilvæg. Krabbameinsfélagið fylgist með möguleikum fólks á endurkomu til vinnu, við hæfi og beitir sér í hagsmunagæslu, dæmis með samstarfi við aðila vinnumarkaðarins til að fjölga hlutastörfum. 

Árangur

Glæra