Beint í efni

Full­trú­ar Krabba­meins­fé­lags­ins á far­alds­fæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni Hlíðunum og Fossvogi.

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að senda flotta fulltrúa félagsins í íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu og á fjölfarna staði. Markmiðið er að kynna starfsemi Krabbameinsfélagsins með persónulegri nálgun og gefa fólki kost á að spyrja spurninga um fyrirkomulagið.

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á framlögum einstaklinga og fyrirtækja og því er stuðningur af þessu tagi afar mikilvægur í baráttunni gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið lætur sig allt varða þegar krabbamein eru annars vegar og sinnir öflugri hagsmunagæslu, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvörnum. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land og er þátttaka þeirra í baráttunni gegn krabbameini því ómetanleg.

Nánari upplýsingar um Velunnara má finna hér.

Takið endilega vel á móti fulltrúunum okkar ef þið rekist á þá á förnum vegi.

Velunnarar fá endurgreiðslu frá skatti

Þú færð skattaafslátt fyrir þína mánaðarlegu styrki sem Velunnari. Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Dæmi: Velunnari sem greiðir 2.000 kr. styrk til Krabbameinsfélagsins á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 kr. og greiðir þannig í raun 14.900 kr. fyrir 24.000 kr. styrk til félagins.

Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt.

Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu 10.000 til 350.000 kr.

Nánari upplýsingar á rsk.is.