Það er píptest!
Margir muna eftir árlega píptestinu sem var býsna algengt á níunda áratugnum í grunnskólum landsins - þar sem staðan var tekin á ungu fólki.
Í tilefni af Mottumars fannst okkur tilvalið að endurvekja píptestið og gefa það út. Það er ekki gert til þess að búa til keppni heldur til að hvetja fólk til að skoða eigin heilsu, hreyfa sig meira og íhuga lífstílsvenjur sem hafa áhrif á almenna vellíðan. Hægt er að draga úr líkunum á því að fá krabbamein með því að hreyfa sig reglulega.
Píptestið – hvernig virkar það?
Píptestið (eða beep-testið) metur mesta súrefnisupptöku líkamans, mælt í lítrum af súrefni á mínútu. Prófið felst í því að hlaupa fram og til baka milli tveggja lína með 20 metra millibili í takt við hljóðmerki (píp).
Hér er fyrir neðan getur þú nálgast hljóðskrá og reglur píptestsins.
Reglur píptestsins:
- Hlaupið er milli lína, og það þarf alltaf að snerta strikið.
- Hvert píp gefur til kynna hvenær á að vera kominn yfir á hina línuna.
- Ef hlaupari er kominn yfir áður en pípið heyrist, má hann ekki fara af stað aftur fyrr en næsta píp kemur.
- Ef hlaupari nær ekki að snerta línuna í tæka tíð þegar pípið heyrist, þá er hann „dottinn út“.
Hraði og stigakerfi:
- Lota 1 hefst á hraðanum 8.5 km/klst.
- Eftir nokkur píp hækkar hlauparinn í lotu 2 og svo koll af kolli.
- Við hvert nýtt level bætast við 3 hlaup (ferðir).
- Með hverri lotu minnkar tíminn til að komast á milli, og hraðinn eykst um 0.5 km/klst.
- Hæsta Lotan er 23, hver lota varir í 60 sekúndur.
Hversu langt kemst þú?
Við hvetjum fólk til að hverfa til baka um nokkur ár og þreyta prófið. Endilega deilið svo með okkur niðurstöðunum og myndum með því að merkja Mottumars á samfélagsmiðlum.