Tölulegar upplýsingar

Tölulegar upplýsingar
Vönduð skráning krabbameina er mikilvægur grunnur faraldsfræðilegra rannsókna á orsökum krabbameina. Hún er einnig forsenda þess að geta áætlað fjölda krabbameinstilvika í framtíðinni.
Uppspretta upplýsinga um gæði
Lýðgrunduð krabbameinsskráning er mikilvæg fyrir rannsóknir á horfum sjúklinga og gæðum þjónustunnar. Í framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins felst að geta fylgst með gæðum krabbameinsþjónustu í rauntíma og þar gegnir skráning og nýting gagna lykilhlutverki.


Norrænt samstarf um skráningar og rannsóknir
Samtök norrænna krabbameinsskráa hafa haft með sér samstarf í ríflega 40 ár.
