Beint í efni

Að­gang­ur að upp­lýs­ing­um

Afhenda má hverjum sem er tölulegar upplýsingar sem þegar hafa verið birtar á heimasíðu Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrá.

Almennar tölfræðiupplýsingar eru unnar fyrir þá sem þess óska. Krefjist fyrirspurnir umtalsverðrar vinnu er tekið gjald fyrir þjónustuna.

Umsóknir um persónugreinanleg gögn berist til Embættis Landlæknis.

Heimilt er að nota gögn af heimasíðu Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrá, vinsamlegast getið eftirfarandi heimildar:

Laufey Tryggvadóttir, Elínborg J. Ólafsdóttir og Helgi Birgisson.
Rannsókna- og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins dd.mm.yyyy (http://www.krabb.is/krabbameinsskra).

Ef birta á gögnin á opinberum vettvangi t.d. í fjölmiðlum, skal hafa samband við Rannsóknasetur - Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins í síma 540 1970 eða senda tölvupóst á netfangið skra@krabb.is.

Hér má finna lög og reglur um vísindarannsóknir.