Beint í efni

Nor­rænt sam­starf

Samtök norrænna krabbameinsskráa (Association of Nordic Cancer Registries - ANCR) hafa starfað í 40 ár að samræmingu skráningar og sameiginlegum rannsóknum. 

Rannsókna- og skráningarsetur er aðili að Samtökum norrænna krabbameinsskráa  (Association of Nordic Cancer Registries, ANCR). Stjórnarfundir eru tvisvar á ári, auk árlegrar ráðstefnu. Löndin fimm (Dk, Fi, Ís, No, Sv) skiptast á um að vera í forsvari. Á vegum samtakanna eru stundaðar norrænar rannsóknir og rekinn gagnvirkur grunnur yfir krabbamein á Norðurlöndum, NORDCAN sem er aðgengilegur öllum.

ANCR rekur Norræna sumarskólann í faraldsfræði krabbameina og hefur fulltrúi Krabbameinsskrárinnar setið í stjórn skólans frá stofnun hans, árið 1990. Starfsemi ANCR hefur notið mikils fjárhagslegs stuðnings frá Norrænu krabbameinssamtökunum (Nordic Cancer Union, NCU).

NORDCAN nefnist gagnagrunnur á vegum samtakanna með aðgengilegum upplýsingum um krabbamein frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð svo og Færeyjum og Grænlandi. Hægt er að skoða gögnin með því að ýta hér.

Hér er kynningarmyndband um NORDCAN þar sem Elínborg Jóna Ólafsdóttir, sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins, segir frá.