Beint í efni

Hvað er skráð?

Krabbameinsskrá Íslands

Grunnupplýsingar eru skráðar fyrir alla sem greinst hafa frá og með árinu 1955. Til viðbótar eru sömu upplýsingar skráðar fyrir alla einstaklinga sem greindust með brjóstakrabbamein árin 1910-1954 (Snaedal G. Cancer of the breast. A clinical study of treated and untreated patients in Iceland 1911–1955.Acta Chir Scand1965,90 Suppl 338:1)

Framvirk skráning á forspárþáttum hófst árið 1998 fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli og árið 2010 fyrir krabbamein í brjóstum, ristli- og endaþarmi, auk sortuæxla. Auk þess er til hluti þessara upplýsinga fyrir undirhópa aftur í tímann.

Gæðaskráning krabbameina hófst árið 2017 og er hún í samræmi við sænskt gæðaskráningarkerfi sem nefnist INCA, sjá lið 3. Gæðaskráning krabbameina.

Heilsusögubanki

Heilsusögubanki geymir upplýsingar um aldur við fyrstu blæðingar, barnsfæðingar og brjóstagjöf, notkun getnaðarvarna og tíðahvarfahormóna. Einnig eru þar upplýsingar um reykingar, hæð og þyngd.

Ættagrunnur

Grunnurinn inniheldur upplýsingar um fjölskyldutengsl krabbameinsgreindra og ættingja þeirra