Skeggkeppni Mottumars
Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins.
Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og safna áheitum frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri.
Söfnunarfé rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og nýtist m.a. til að veita endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra, til íslenskra rannsókna á krabbameinum og til ýmis konar fræðslu og forvarnastarfs.
Frá verðlaunaafhendingu Skeggkeppninnar 2024
Leiðin til sigurs
Leiðin til sigurs
Ekki segja hinum, en við erum með tips og trix fyrir metnaðarfulla keppendur.
- Grípandi nafn er gott, en flott mynd er ennþá betri.
- Ef þú hefur persónulega sögu af því hvers vegna málefnið skiptir þig máli þá gæti það hæglega skorað nokkur styrktarstig.
- Síðast en ekki síst smala, smala og smala. Deildu hlekknum fyrir þitt lið eða einstaklingsskráningu á vini og vandamenn og ekki hika við að minna á þig.
- Notaðu #mottumars og ekki gleyma að smala!
Verðlaunaafhending
Í Skeggkeppninni verða veitt verðlaun þeim einstaklingi sem safnar hæstu upphæðinni og einnig því liði sem nær bestum árangri í söfnuninni. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir þá mottu sem valin verður af dómnefnd keppninnar. Nánar um það síðar!