Beint í efni
Mottumarshlaupið

Hlaupa­dag­ur

Gagnlegar upplýsingar fyrir þátttakendur í Mottumarshlaupinu.

Afhending hlaupanúmera og sokka

Þátttakendur eru hvattir til að sækja hlaupanúmer fyrir hlaupdag. Hægt er að skrá vini og vandamenn til þátttöku samhliða því að sækja hlaupanúmerið.

Afhending gagna er hjá Krabbameinsfélaginu, Skógarhlíð 8.

Hægt er að sækja gögnin á hlaupadag í Fagralundi frá kl. 17:00 til 17:45.

Kynntu þér gagnlegar upplýsingar hér fyrir neðan.

Dagskrá á hlaupdag

  • 17:00 Afhending gagna í Fagralundi hefst
  • 17:30 Upphitun hefst
  • 18:00 Mottumarshlaupið ræst!
  • 19:10 Tímatöku lýkur

Að hlaupi loknu: Drykkir í boði Powerade, ávaxtabox í boði Banana og hægt að láta líða úr sér þreytuna í Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut og í Salarlaug í boði Kópavogsbæjar

Útdráttarverðlaun verða afhent þegar fólk kemur í mark.

Aðkoma að Fagralundi / Bílastæði

Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á hlaupstað.

Takmarkað er af bílastæðum við Fagralund, en hægt er að leggja við Fossvogsskóla og ganga yfir í Fagralund eða við Víkingsheimilið og rölta/skokka yfir.

Þjónusta við hlaupara / skemmtilegheit

Salerni og aðstaða til að geyma fatnað og töskur er í Fagralundi. Athugið að geymsla er á ábyrgð eigenda.

Drykkjarstöð er í marki. Boðið er upp á vatn, Powerade-drykk og ávaxtabox frá Bönunum.

Þátttakendur fá frítt í sund í Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut og í Salarlaug, að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers.

Á hlaupaleiðinni verða hressir brautarverðir sem vísa leiðina.

Á rásmarki verða hraðastjórar sem hlaupa á jöfnum hraða og koma í mark á tímunum 20, 25 og 30 mínútur. Þeir verða með blöðrur á rásmarki og hvetjum við alla þá sem hafa sett sér markmið um lokatíma að hlaupa með þeim.

Hlaupanúmerið - tímataka - tímatakmörk

Í Mottumarshlaupinu er boðið upp á 5 km löglega mælda braut, með eða án tímatöku. Einnig er boðið upp á að fólk hlaupi eða gangi styttri vegalengd, allt eftir getu hvers og eins.

Allir þátttakendur eru ræstir á sama tíma.

Á hlaupanúmerinu er áfest tímatökuflaga.

Hlaupanúmer verður að vera staðsett fyrir ofan mitti og vera sýnilegt allt hlaupið. Ranglega staðsett hlaupanúmer getur valdið því að engin lokatími mælist.

Til þess að fá skráðan lokatíma í 5 km löglega mældri braut verða þátttakendur að hlaupa yfir millitímamottur á hlaupaleiðinni. Allir fá tíma þegar þeir koma í mark en lokatímar verða leiðréttir þannig að einungis þátttakendur sem fóru yfir millitímamottur fá skráðan lokatíma, aðrir fá DNF eða „lauk ekki keppni“.

Passaðu númerið því það gildir sem aðgangsmiði í sund að loknu hlaupi.

Þátttakendur sem ætla ekki að láta keppnisskapið bera sig ofurliði eru vinsamlegast beðnir um að staðsetja sig aftarlega við ræsingu hlaupsins af tillitsemi við þá sem vilja fara hratt af stað.

Birting úrslita

Úrslit verða birt í rauntíma á timataka.net auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara.

Tímatakmörk

Tímatöku og brautarvörslu lýkur 70 mínútum eftir að hlaupið er ræst, kl. 19:10.

Mottumarshlaupið - hlaupakort

Hlaupaleið

Brautarverðir verða staðsettir víðsvegar á hlaupaleiðinni.

Hlaupið er ræst við Fagralund og beygt til vinstri inn á göngustíg. Við Álfatún er sveigt niður á göngustíginn og hlaupið inn Fossvogsdalinn í átt að íþróttasvæði Víkings. Frá Víkingssvæðinu er hlaupið út dalinn alla leið að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbrautina, beygt er til vinstri og hlaupið meðfram Kringlumýrarbrautinni þar til beygt er aftur inn í Fossvogsdalinn áleiðis að Fagralundi. Á stuttum kafla er hlaupið á hjólastíg.