Beint í efni
Vinningshafar í Skeggkeppni Mottumars 2025

Frá­bærar mott­ur í Skegg­keppni Mottu­mars 2025

Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Þátttakendur söfnuðu ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og studdu þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins.

Hátt í 170 manns tóku þátt í Skeggkeppninni í ár og söfnuðust tæplega 9 milljónir króna.

Verðlauna- og viðurkenningahátíð fór fram, 2. apríl, í húsnæði Rakarastofunnar Herramenn í Hamraborg í Kópavogi. Á hátíðinni voru veitt verðlaun til þeirra einstaklinga og liða sem stóðu sig best í söfnunni.

Sigurvegarar í einstaklingskeppninni

Í einstaklingskeppninni varð Guðni Gíslason hlutskarpastur, Valdimar Kjartansson hreppti annað sætið og Andri Fannar Guðmundsson það þriðja.

Vinningshafi Guðni Gíslason 2025
Skeggkeppni Valdimar Kjartansson 2 sæti 2025
Skeggkeppni Andri Fannar Guðmundsson 3 sæti 2025

Sigurvegarar í liðakeppninni

Í liðakeppninni var það lið Mottumass sem stóð sig best, Guðnason varð í öðru sæti og í því þriðja varð Acro verðbréf.

Sigurvegarar í liðakeppninni Í liðakeppninni var það lið Mottumass 2025
Sigurvegarar í liðakeppninni Guðnason varð í öðru sæti 2025
Sigurvegarar í liðakeppninni  Acro verðbréf var í þriðja sæti 2025

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Skeggkeppninni og þeim sem styrktu kærlega fyrir stuðninginn. Bestu þakkir til þeirra Bolla Más Bjarnasonar og Bjarna „töframanns” Baldvinssonar sem glæddu stundina með frásögn og tónlist. Einnig viljum við þakka Rakarastofunni Herramenn, Kokkarnir - veisluþjónusta, Ölgerðinni og Blómaval fyrir frábært samstarf og stuðning.

Bolli Már verðalaunaafhending 2025
Skeggkeppni Mottumars 2025
Bjarni Baldvinsson Mottumars 2025

Hvernig er söfnunarfé varið?

Söfnunarfé rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og nýtist m.a. til að veita endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra, til íslenskra rannsókna á krabbameinum og til ýmis konar fræðslu og forvarna. Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað, því starfsemin byggir á sjálfsaflafé. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átakið er ómetanlegur.