Mottumarsdagurinn
Mottudagurinn nálgast eins og óð fluga – gerum okkur glaðan dag fimmtudaginn 20. mars.
Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að taka þátt í deginum og gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Svo allir karlar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Ýmsir samstarfsaðilar Mottumars bjóða upp á ýmis skemmtileg tilboð sem vert er að kynna sér og nýta til að gera daginn skemmtilegan. Hér eru nokkur dæmi:
- Hafið gefur 20% af rétti mánaðarins.
- Bakarameistarinn selur skúffufleka með merki Mottumars, bláar bollakökur og fleira góðgæti.
- 17 sortir selja bollakökur og kleinuhringi merkta átakinu, í verslunum Hagkaups og á vefsíðu sinni.
Nánari upplýsingar um samstarfsaðila Mottumars má skoða hér.

Við hvetjum alla til að deila með okkur skemmtilegum myndum með því að merkja okkur @mottumars á samfélagsmiðlum eða sendið okkur á netfangið mottumars@krabb.is.