Mottumarsdagurinn
Mottudagurinn nálgast eins og óð fluga – gerum okkur glaðan dag fimmtudaginn 20. mars.
Við hvetjum alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars og sendið okkur á netfangið mottumars@krabb.is.