Beint í efni
Sebastian Rekawek Mottumars 2025

Það er allt­af ein­hver sem get­ur að­stoðað þig, brosað til þín og veitt stuðn­ing. Það er góð byrj­un.

Sebastian Rekawek, er 53 ára gamall. Hann greindist með sortuæxli á fjórða stigi. 

Hann fór í aðgerð í fyrra þar sem æxlið var fjarlægt en því miður höfðu meinvörp dreifst um líkamann, eru í höfði, lungum, hrygg, rifbeinum og þörmum.

Sebastian fékk upplýsingar um þjónustu Krabbameinsfélagsins og leitaði til Ninu sem er pólskumælandi ráðgjafi, sem hann segir að hafi aðstoðað sig mjög mikið sem hann er mjög þakklátur fyrir. „Ég sem innflytjandi á Íslandi þekkti ég ekki réttindi mín, hvaða aðstoð ég gæti fengið, hvert ég ætti að sækja hana og svo framvegis” segir hann.

Sebastian reynir að hugsa sem allra minnst um veikindin, vill ekki leyfa hugsunum um veikindin að taka yfir. „Það versta sem maður getur gert er að brjóta sig niður og hugsa um að eitthvað sé að. Karlmenn, ekki vera hræddir við að koma og biðja um aðstoð því það hjálpar alltaf. Ekki brjóta ykkur niður, hanga heima og glápa á sjónvarpið eða vera í símanum. Kíkið frekar við og spyrjið, það er alltaf einhver sem getur aðstoðað, brosað til þín og veitt stuðning. Það er góð byrjun” segir Sebastian að lokum.