Beint í efni
Þakkir -mynd í einkaeign

Við­burða­rík­ur Mottu­mars

Sokkar, skegg, hlaup og málþing var meðal annars á dagskrá Mottumars í ár.

Það var ómetanlegt að finna stuðninginn og samstöðuna í samfélaginu í Mottumars, árlegri fjáröflunar og vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins. Skilaboðin í ár voru á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina.

Mottumarsauglýsingin

Herferðin var létt og leikandi en með alvarlegum undirtón þar sem vakin var athygli á að óheilbrigðar jafnt sem heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma.

Fjölbreyttum skilaboðum var miðlað á fjölbreyttan máta um það hvernig hægt væri að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl.

Mottumarssokkarnir

Mottumarssokkar blanda

Berglindi Häsler, ekkja Svavars Péturs „Prins Póló“ og eiganda Havarí, hannaði Mottumarssokkana í samstarfi við Björn Þór Björnsson. Hönnunin byggði á kórónunni sem var helsta og íkoníska tákn Svavars. Hannaðir voru sokkar í fullorðins- og barnastærðum en eins og gjarnan var hjá Prins Póló sjálfum var óheft sköpunargleði við völd. Því var ákveðið að bjóða upp á þrjár viðhafnarútgáfur af sokkunum og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert.

Við hófum sokkasöluna í lok febrúar og var þeim strax vel tekið.

Mottumarshlaupið

Mottumarshlaupið fór fram í annað sinn og fór þátttaka fram úr okkar björtustu vonum. Alls tóku um 620 manns þátt í ár sem er 20% fjölgun á milli ára. Mottumarshlaupið náði þeim áfanga að vera eitt af stærstu 5 km götuhlaupum hérlendis. Hlaupinn var 5 km hringur í Fossvoginum frá Fagralundi í Kópavogi á þeim hraða sem hver og einn kaus, á tímatöku eða ekki, svo mátti líka stytta sér leið.

Mottumarsdagurinn

Gleðilegan Mottudag

Á Mottumarsdaginn hvatti Krabbameinsfélagið alla landsmenn af öllum kynjum, til að taka þátt og gera sér glaðan dag með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Tilgangur Mottumarsdagsins er að allir karlar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Skeggkeppnin

Í Mottumars er skeggkeppnin fastur liður. Þátttakendur safna ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og styðja þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins. Hátt í 170 manns tóku þátt í Skeggkeppninni í ár og söfnuðust tæplega 9 milljónir króna!

Sjá frétt um frábærar mottur í Skeggkeppni Mottumars 2025.

Málþing um Krabbamein í blöðruhálskirtli

Málþing Mottumars 2025

Á hádegismálþinginu „Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli - líf og líð­an karla eft­ir með­ferð" var fjallað um þá fylgikvilla sem geta fylgt sjúkdómnum og meðferðinni. Einnig var fjallað um hvað hægt er að gera til að draga úr einkennum og bæta líðan. Húsfyllir var hér í Skógarhlíðinni ásamt því að um 120 manns fylgdust með í streymi.

Hér er hægt að horfa á upptöku frá málþinginu

Mottumars takk