Beint í efni
Vilt þú hanna næstu sokka?

Hannar þú Mottu­mars­sokk­ana 2026?

Leit er hafin að hönnuði Mottumarssokkana 2026. Frestur til að senda inn tillögur er til og með 12. maí.

Einstakt tækifæri fyrir einstaklinga og/eða fyrirtæki til að taka þátt í verkefni með stórt hjarta og styðja í leiðinni við fjölbreytt starf Krabbameinsfélagsins sem allt miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein.

  • Ef þú hefur áhuga fylltu út formið hér.
  • Ef þú hefur einhverjar spurning sendu tölvupóst á mottumars@krabb.is.

Mottumarssokkarnir 2025 úr smiðju Prins Póló

Mottumarssokkarnir 2025 voru hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, í samstarfi við Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt). Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka Svavars Péturs sem lést úr krabbameini árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló.

AS WE GROW hannaði Mottumarssokkana 2024

Þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau voru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem tók á sig abstrakt yfirbragð og myndaði glaðlegt símynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Símynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein.

66°Norður hannaði Mottumarssokkana 2023

Heiðurinn af hönnun sokkana var í höndum 66°Norður sem fengu Þórdísi Claessen, grafískan hönnuð og fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins, í lið með sér. Innblásturinn var hafið sem spilar stórt hlutverk í sögu fyrirtækisins og sögu íslensku þjóðarinnar. Unnið var með fánalitina með aðaláhersluna á bláu tónanna til þess að ná ákveðinni dýpt sem býr sjónum. Hællinn, rauða baujan í ólgusjónum er svolítið vegvísirinn sem sjómenn og Íslendingar þekkja vel, þegar við sjá baujuna erum við á réttum stað.

Farmers Market hannaði Mottumarssokkana 2022

Mottumarssokkarnir 2022 voru hannaðir af Farmers Market sem stofnað var árið 2005 af hjónunum Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni. Sokkarnir voru prýddir símynstri sem hannað var með tilvísun í norræna arfleifð og vísar í mynstur í prjóni, vefnaði og útsaumi frá fyrri tímum. Ef vel var að gáð mátti sjá að í eyðunum leynidst annað mynstur - hjörtu sem kallast skemmtilega á við hin norrænu stef.