Ása Sigríður Þórisdóttir 19. mar. 2024 : Allt gildismat þitt umturnast

Viku eftir fimmtugsafmælið sitt fór Þórarinn Thorarensen í ristilspeglun sem leiddi í ljós krabbamein. Eftir langt og strangt ferli er krabbameinið farið en hann glímir enn við andleg og líkamleg eftirköst. Hann segir það kosta mikla fyrirhöfn og krefjast stuðnings að halda hausnum á réttri braut í þessu verkefni, en þar hefur stuðningur Krabbameinsfélagsins reynst honum ómetanlegur.

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. mar. 2024 : Beint streymi: Krabbamein í blöðru­hálskirtli – flóknara en virðist við fyrstu sýn

Málþing í tilefni af Mottumars um krabbamein í blöðruhálskirtli haldið þann 20. mars kl.16:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024 : Saga Ágústs Kristjáns Stefánssonar

Ágúst er fjallamaður í hjarta sínu og stundar ísklifur, klettaklifur og fjallaskíði ef það er á jaðrinum þá er hann þar. Hann segir þessa nýju útgáfu af sér ekki hafa orðið almennilega til fyrr en hann veiktist og náði heilsu á ný. Þá hafi lífið tekið við.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024 : Mætir Heilsuvörður Mottumars með skemmtilegt pepp á þinn vinnustað?

Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsvenjum, þar á meðal reglulegri hreyfingu. Af því tilefni stöndum við fyrir skemmtilegum leik þar sem fyrirtæki skrá sig til leiks og nokkur verða svo dregin út og fá heimsókn á vinnustaðinn frá Heilsuverði Mottumars sem kemur á staðinn á Mottudaginn og verður með skemmtilegt pepp inn í daginn. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. mar. 2024 : Saga Antons Helga Jónssonar

Þegar Anton Helgi skáld heyrði að hann væri með krabbamein, beygði hann af og fór að gráta. Hann segir alla sjúkdóma sögunnar hafa hellst yfir sig í einu lagi en eftir að hafa andað djúpt hafi hann gert sér grein fyrir í hve góðri stöðu hann væri, miðað við marga aðra.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. mar. 2024 : Saga Kára Kristjáns Kristjánssonar

Kári Kristján segir að hreyfingin, í hans tilfelli handboltinn hafi bjargað geðheilsu sinni eftir að hann greindist með æxli í baki árið 2012. Hann ákvað að sitja ekki á varamannabekknum í eigin lífi og láta einhvern annan redda þessu heldur vera inn á og vita nákvæmlega hvað væri að fara að gerast.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. mar. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. mar. 2024 : Mottumarsauglýsingin

Margir bíða spenntir eftir Mottumarsauglýsingunni ár hvert. Ef þú misstir af frumsýningu auglýsingarinnar þá er óþarfi að örvænta því þú getur séð hana hér.

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. mar. 2024 : Þátttaka í Mottumarshlaupinu fór fram úr björtustu vonum

Þar sem inntak Mottumars er hreyfing og hlaupársdagur var í ár kom ekkert annað til greina en að láta fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins marka upphaf átaksins. Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig til leiks 480 manns. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. mar. 2024 : „Ekki humma fram af þér heilsuna“ hlaut þrjá Lúðra

Við erum stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla.

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Ása Sigríður Þórisdóttir 29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Síða 2 af 77

Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?