Ása Sigríður Þórisdóttir 28. sep. 2021 : Bleika slaufan 2021

Hlín Reykdal, skartgripahönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. Það er mér sannur heiður að hanna bleiku slaufuna í ár. Ég tileinka hana þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.

Guðmundur Pálsson 26. sep. 2021 : Mamma Mia & Bleika slaufan

Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2021 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói fimmtudaginn 30. september: Sérstök sýning verður á kvikmyndinni MAMMA MIA!

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. sep. 2021 : Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna er í dag. Dagurinn gefur okkur árlegt tækifæri til að fræðast og styðja krabbameinsrannsóknir í orði og gjörðum. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna, vísindafólkinu sem starfar við þær og þá sem styrkja þær.

Ása Sigríður Þórisdóttir 23. sep. 2021 : Spurningar til stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga

Krabbameinsfélagið leitaði til stjórnmálaflokkanna nú í aðdraganda alþingiskosninga og óskaði eftir svörum við nokkrum spurningum. Svörin má nálgast hér.

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2021 : Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. sep. 2021 : Mannslíf í húfi

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi getur bjargað að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækkað þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 - 74 ára.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. sep. 2021 : Málþing í tilefni Alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna: Leiðin fram á við

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 22. september kl. 18:00-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar.

Björn Teitsson 5. sep. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Níels P. Dungal

Níels P. Dungal, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði var fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins. Hann er vitanlega eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess.

Björn Teitsson 5. sep. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir er sveitastúlka að norðan. Hún fór suður í nám en er nú snúin aftur heim í Eyjafjörðinn en hún er prestur í Akureyrarkirkju. Hildur greindist með krabbamein við endaþarmsopið og tekst nú á við meðferð vegna þess. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. sep. 2021 : Leiðin fram á við - óskum eftir erindum um krabbameinsrannsóknir

Óskað er eftir erindum á málþing í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna. Erindin skulu vera 8-12 mínútur og æskilegt er að gefa gott yfirlit yfir sjúkdóminn eða stöðuna sem verið er að rannsaka (stöðu þekkingar) áður en farið er í niðurstöður eigin rannsókna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. sep. 2021 : Opinn fundur um nýtt fyrir­komulag legháls­skimana

Krabbameinsfélagið býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana. Gestir fundarins verða þau Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar­svæðins og Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og forstöðumaður Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?