Mánaðarlegur stuðningur rúmlega 21.000 Velunnara, einstaklinga og fyrirtækja, er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land. Með því að ganga í lið Velunnari leggur þú þitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.
Velunnarar eru hluti af starfinu.
Velunnarar fá reglulega fréttir af starfinu og þeim árangri sem við náum í sameiningu.
Velunnarar fá endurgreiðslu frá skatti
Þú færð skattaafslátt fyrir þína mánaðarlegu styrki sem Velunnari. Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.
Dæmi: Velunnari sem greiðir 2.000 kr. styrk til Krabbameinsfélagsins á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 kr. og greiðir þannig í raun 14.900 kr. fyrir 24.000 kr. styrk til félagins.
Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt.
Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu 10.000 til 350.000 kr.
Nánari upplýsingar á rsk.is.
Ég er stolt af því að vera Velunnari Krabbameinsfélagsins. Krabbamein snertir okkur öll og hefur snert mig persónulega, því vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
- Kveðja frá Velunnara
Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja
Fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 500.000 kr. lækkar tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til félagsins.
Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is. Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e. 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá Krabbameinsfélaginu.
Nánari upplýsingar á rsk.is.