Björn Teitsson 29. apr. 2021 : Sólarvarnir leikskólabarna: þetta þarftu að vita

Eitt af markmiðum Krabbameins­félagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 29. apr. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Á afmælisárinu ætlum við að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins.

Björn Teitsson 28. apr. 2021 : Rúmlega 500 sokkar til verkefna Rauða krossins

Skjólstæðingar mannúðarverkefna Rauða krossins á Íslandi fá nýja sokka í sumargjöf frá Krabbameinsfélaginu. Um er að ræða litríka Mottumarssokka sem vekja vonandi lukku enda fátt þægilegra en að smeygja sér í nýja sokka. 

Björn Teitsson 27. apr. 2021 : Síðasta tækifæri til að taka þátt í Áttavitanum

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi. Markmiðið er að finna leiðir til að bæta meðferðarferlið fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 

Björn Teitsson 23. apr. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Þorgrímur Þráinsson

Krabbameinsfélagið fagnar 70 ára afmæli í ár og af því tilefni ætlum við að birta myndir eða myndskeið af 70 andlitum sem tengjast hvort heldur félaginu eða baráttunni gegn krabbameinum á undanförnum sjö áratugum. 

Björn Teitsson 21. apr. 2021 : Mataræði skiptir máli - Langa „en papillote“

Ragnar Eiríksson er einn fremsti matreiðslumeistari okkar Íslendinga. Hann hefur sem slíkur hlotið fyrir Michelin-stjörnu, sem er einn mesti heiður sem kokki getur hlotnast. Hér er frábær uppskrift að bakaðri löngu í umslagi.

Björn Teitsson 8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Björn Teitsson 7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Björn Teitsson 6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?