Guðmundur Pálsson 29. nóv. 2018 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins - stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Happdrættismiðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir út. Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna og dregið verður þann 24. desember.

Birna Þórisdóttir 27. nóv. 2018 : Tengsl brjóstapúða við fágætt krabbamein

Umræða í fjölmiðlum í dag um hugsanleg tengsl brjóstapúða með hrjúfu yfirborði við fágætt eitilfrumukrabbamein, anaplastic lar­ge cell lymp­homa (ALCL), byggir ekki á nýjum rannsóknum. Á árunum 1989-2018 greindust 27 einstaklingar á Íslandi með ALCL, þar af einungis fjórar konur. Ekki er vitað hvort einhver kvennanna hafi verið með brjóstapúða.

Guðmundur Pálsson 21. nóv. 2018 : Hádegis­­fyrir­­lestur 21. nóvember: Jakobs­­vegur­inn - reynslu­­saga

Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn sér til endurhæfingar. Ragnheiður deilir reynslu sinni með okkur í dag í hádegisfyrirlestri á vegum Ráðgjafarþjónustu KÍ. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með á netinu.

Guðmundur Pálsson 20. nóv. 2018 : Rannsókn: Hefur þú greinst með krabba­mein? Hver er þín reynsla af greiningar­ferli, með­ferð og endur­hæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018 : HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 15. nóv. 2018 : Tengsl líkamsþyngdar og krabbameina - Hvað er til ráða?

Ný rannsókn leiðir í ljós að hár líkamsþyngdarstuðull er staðfestur áhættuþáttur krabbameina í 12 líffærum. 

Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018 : Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. nóv. 2018 : Anna Pálína hannar Mottumarssokkana 2019

Alls bárust um 50 tillögur um hönnun Mottumarssokkanna 2019. Dómnefnd hefur valið vinningstillöguna.

Guðmundur Pálsson 10. nóv. 2018 : Söfnun ábendinga um atriði í rannsókn um reynslu fólks af greiningar­ferli, meðferð og endur­hæfingu.

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 9. nóv. 2018 : Hefur þú misst maka þinn?

Það hjálpar að hitta fólk í svipuðum aðstæðum - komdu og taktu þátt í stuðningshópastarfi þeirra sem misst hafa maka sinn.

Guðmundur Pálsson 7. nóv. 2018 : Almanna­heill 10 ára: Fag­mennska og trú­verðug­leiki félaga­samtaka

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. nóv. 2018 : Betri þjónusta við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra

Ráðgjafarþjónustan byggir nýja þjónustu á grunni samstarfsverkefnis við nemendur í Háskólanum í Reykjavík.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?