Jóhanna Eyrún Torfadóttir 28. des. 2018 : Bréf til kvenna um skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagins

Í desember ár hvert fá konur sem verða 23 ára á komandi ári kynningarbréf frá Leitarstöðinni þar sem kynnt er fyrir þeim að skipuleg skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23 ára aldur. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23 ára til 65 ára regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti.

Á sama tíma eru einnig send kynningarbréf til allra kvenna sem verða 40 ára á komandi ári og þeim kynnt fyrirkomulag skipulegrar skimunar fyrir brjóstakrabbameini sem hefst við 40 ára aldur. Konum á Íslandi býðst regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs.

English below.

Guðmundur Pálsson 27. des. 2018 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Átt þú vinning?

Dregið var 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Listi yfir vinningsnúmer er nú aðgengilegur hér á vefnum og verður birtur í dagblöðum á morgun, laugardaginn 29. desember.

Guðmundur Pálsson 21. des. 2018 : Afgreiðslutími næstu daga

Afgreiðslan í Skógarhlíð verður opin 10-14 á laugardag og sunnudag og 9-12 á aðfangadag.

Guðmundur Pálsson 16. des. 2018 : Dregið á aðfanga­dag í jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Að þessu sinni fá konur senda miða og eru vinningar 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna. 

Guðmundur Pálsson 14. des. 2018 : Vegna Nóbels­verð­launa í lækna­vísindum: Er öll sagan sögð?

Afar ánægjulegar fréttir bárust nýverið af því að Nóbelsverðlaunin í læknavísindum hefðu verið veitt James P. All­i­son og Tasuku Honjo vegna uppgötvana á gildi ónæmismeðferðar við krabbameinum. Sjálfir hafa þeir sagt að þeir telji að framfarir í meðferð krabbameina verði svo hraðar að árið 2030 verði krabbamein fyrst og fremst krónískir sjúkdómar.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. des. 2018 : VON vinkonur safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélagið

VON krúsir eru hannaðar og framleiddar af fimm vinkonum úr Verslunarskólanum. Þær Anna María, Páldís, Arndís, Elfa og Valgerður fengu þá hugmynd í frumkvöðlaáfanga að framleiða keramikbolla og selja til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 13. des. 2018 : Getur D-vítamín minnkað líkur á krabbameini?

Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. des. 2018 : Notkun ljósabekkja fer enn minnkandi

Ný könnun samstarfshóps um ljósabekkjanotkun á Íslandi leiðir í ljós að verulega hefur dregið úr notkun ljósabekkja á tímabilinu 2004 til dagsins í dag. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 7. des. 2018 : Aukin þjónusta við krabbameinssjúklinga á LSH

Landspítalinn hefur brugðist einkar vel við ábendingum sem Krabbameinsfélagið kom á framfæri í haust um erfiða reynslu sjúklinga og aðstandenda af komum á bráðamóttöku spítalans. 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?