Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2020 : Breyting á opnunartíma Ráðgjafarþjónustunnar

Frá og með 4. maí er Ráðgjafarþjónustan opin alla virka daga kl.9-16, hægt er panta viðtal í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is. Einnig er hægt að koma við án þess að gera boð á undan sér líkt og áður.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. apr. 2020 : Skimanir hefjast að nýju

Leitarstöðin opnar að nýju þann 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum vegna Covid-19. Opnað hefur verið fyrir tímapantanir og hvetjum við allar konur sem hafa fengið boðsbréf til að bóka tíma. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. apr. 2020 : Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins

 Krabbameinsfélagið hefur reynt að bregðast við þessu ástandi, fyrir sína skjólstæðinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, með ýmsum leiðum

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 20. apr. 2020 : Covid-19 og krabbamein – Verið vakandi fyrir einkennum

Starfsfólk heilsugæslunnar hér á landi, ásamt landlækni, hefur haft af því nokkrar áhyggjur að komum á heilsugæsluna hafi fækkað. Þaðan hafa komið skýrar leiðbeiningar um að fólk hiki ekki við að leita þangað eins og áður, vegna einkenna sem það kann að hafa.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. apr. 2020 : Aukin þjónusta Krabbameinsfélagsins á Austurlandi

Krabbameinsfélagið hefur ráðið Margréti Helgu Ívarsdóttur, lækni, til starfa á Austurlandi í samvinnu við aðildarfélög sín á svæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Fljótsdalshérað. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. apr. 2020 : Karlaklefinn samfélagsvefur ársins

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins unnið í samvinnu við Hugsmiðjuna. Þar eru viðkvæm viðfangsefni rædd án málalenginga, fjallað um krabbamein, forvarnir og leiðir til betri almennrar heilsu.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. apr. 2020 : Til hamingju Vigdís!

Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, er níræð í dag 15. apríl. Krabbameinsfélagið og aðildarfélög um allt land senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins.

Birna Þórisdóttir 7. apr. 2020 : Takk hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

Á alþjóðaheilbrigðisdaginn þakkar Krabbameinsfélagið hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum fyrir þeirra mikilvæga framlag í baráttunni gegn krabbameinum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2020 : Blóðskimun til bjargar

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli. Ef hægt er að greina forstig krabbameina eða meinin á byrjunarstigi aukast líkur á að koma megi í veg fyrir þau eða lækna þau.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?