Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024

Mætir Heilsuvörður Mottumars með skemmtilegt pepp á þinn vinnustað?

Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsvenjum, þar á meðal reglulegri hreyfingu. Af því tilefni stöndum við fyrir skemmtilegum leik þar sem fyrirtæki skrá sig til leiks og nokkur verða svo dregin út og fá heimsókn á vinnustaðinn frá Heilsuverði Mottumars sem kemur á staðinn á Mottudaginn og verður með skemmtilegt pepp inn í daginn. 

Með þessu vill Krabbameinsfélagið auka vitund um mikilvægi daglegrar hreyfingar. Það þarf ekki nema örfáar mínútur á dag og öll hreyfing skiptir máli. 

 

 

 

  • Dregið verður, fimmtudaginn 21. mars kl. 15:00 og haft samband við þau fyrirtæki sem detta í lukkupottinn. Um innanhússviðburð er að ræða.

KRA_16487_KallautkallRvk_Markpostur_3Góðar lífsvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir m.a. máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því erum við nú í Mottumars að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að „Kallaútkallið“ hjá Reykjavíkurborg muni hvetja aðra vinnustaði til að fylgja fordæminu. Öll hreyfing gerir gagn og það er aldrei of seint að byrja. Gleymum heldur ekki að hafa gaman!

https://www.youtube.com/watch?v=DKofbQSpc3c





Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?