Ása Sigríður Þórisdóttir 22. mar. 2024

Gleðilegan Mottudag

Mottumars nær hámarki í dag, föstudaginn 22. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. 

Það er óhætt að segja að starfsmenn Krabbameinsfélagsins verði á ferð og flugi um bæinn í dag til að minna fólk á að góðar lífsvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir m.a. máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Við verðum á fjölmörgum vinnustöðum með fræðsluerindi, Mottumarsbúðin fer í útrás og verður á ferðinni og svo heimsækir Heilsuvörður Mottumars fyrirtæki sem dregin voru út í skemmtilegum Mottumarsleik, fylgist með okkur á Instagram Mottumars.

Mantra dagsins er í takt við átakið í ár:
Öll hreyfing gerir gagn og það er aldrei of seint að byrja. Gleymum heldur ekki að hafa gaman!

Skeggkeppni Mottumars á lokametrunum

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið og þátttaka í Skeggkeppni Mottumars hefur farið fram úr björtustu vonum. Þátttakendur eru 348. Keppninni lýkur á miðnætti 31. mars. Hægt er að heita á sitt uppáhaldslið, einstakling eða sína eftirlætis mottu inni á https://www.mottumars.is/skeggkeppni/

Reynslusögur karla
Mottumars er ekki bara glens og grín, við fáum líka að heyra sögur karla sem segja okkur frá sinni reynslu til að hvetja aðra til huga að heilsunni, sinna forvörnum og hlúa að sjálfum sér.

Sigurgeir Líndal Ingólfsson segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar. Þegar hann síðan greindist með blöðruhálskrabbamein var meinið stórt, á vondum stað og óljóst hvort að geislameðferð myndi duga til því þetta uppgötvaðist á elleftu stundu.

https://www.youtube.com/watch?v=Fq60SxvBbVw

Hér má sjá fleiri sögur, fleiri sögur eiga eftir að bætast við:


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?