Áttavitinn
Áttavitinn er rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins sem einstaklingum, sem greindust með krabbamein á árunum 2015–2019 og voru á aldrinum 18–80 ára, bauðst að taka þátt í. Markmiðið var að rannsaka reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 8. júní 2020 til 1. maí 2021.
Niðurstöður Áttavitans varpa ljósi á ýmsa þætti í heilbrigðiskerfinu og fjölþættar þarfir þeirra sem greinast með krabbamein. Hér má finna skýrslu um Áttavitann.
Krabbameinsfélagið mun nýta niðurstöður Áttavitans í hagsmunagæslu fyrir þá sem greinast með krabbamein. Von félagsins er einnig að niðurstöðurnar vísi fagfólki og stjórnvöldum veginn í vinnu sinni við að skapa enn betri aðstæður fyrir hópinn.