Beint í efni

Lífsgæði

Lífsgæði1

Lífsgæði eftir greiningu krabbameins

Ef þú fékkst boð um að taka þátt í rannsókninni smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til þess að skrá þig inn á rannsóknarsvæðið og svara spurningalista.

English | Polish

Fékkst þú boð?

Við þekkjum öll einhvern sem hefur greinst með krabbamein. En hvað tekur við að lokinni meðferð? Er lífið gott? Eða eru lífsgæðin skert?

Við leitum til 16.000 Íslendinga, úr hópi almennings og þeirra sem hafa fengið krabbamein, og óskum eftir þátttöku þeirra í þessari tímamótarannsókn.

Ef þú fékkst boð um að taka þátt hvetjum við þig til að gera það. Það mun bæta líf þúsunda Íslendinga sem hafa lifað af eða lifa með krabbameini.

Líf­s­lík­ur hafa meira en tvö­fald­ast

 Stórstígar framfarir hafa orðið í meðferð og lækningu við krabbameini. Þrjú af hverjum fjórum sem greinast í dag lifa - það eru tvisvar sinnum fleiri en fyrir 50 árum. Lítið er þó vitað um líf fólks sem lokið hefur meðferð við krabbameini og nauðsynlegt að vita meira. Ákveðinn hópur tekst á við langvinnar og/eða síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið krafta þeirra. 

Menn á rúmi
Karl

Ein­stak­ar að­stæð­ur

Vönduð og umfangsmikil gagnasöfnun Krabbameinsfélagsins í krabbameinsskrá og gæðaskrá um áratugaskeið í bland við mikla þátttöku almennings í rannsóknarverkefnum gerir það að verkum að aðstæður til að framkvæma rannsókn sem þessa eru með besta móti á Íslandi.

Þessar einstöku aðstæður skapa skilyrði fyrir vandaðar og áreiðanlegar niðurstöður sem geta haft raunveruleg áhrif á líf fólks í kjölfar krabbameins.

Stúlka með heyrnartól

Er líf eftir krabbamein?