Leiðbeiningar fyrir þátttakendur
Þátttaka í rannsókninni felst í því að svara spurningalista. Til að taka þátt er smellt á innskráningarhnappinn hér að framan og slegin inn kennitala og lykilorð sem þú fékkst sent í bréfi. Þar opnast upplýst samþykki og spurningalisti sem vistaður er á öruggu svæði hjá rannsóknafyrirtækinu Gallup. Þar er hægt að staðfesta hvort þú samþykkir þátttöku eða hafnir henni. Ef þú samþykkir, getur þú haldið áfram og svarað spurningalistanum. Einnig er hægt að smella á hlekk sem þú fékkst sendan í sms-skilaboðum og komast þannig beint inn á rannsóknarsvæðið.
Hægt er að taka sér hvíld frá svörun spurningalistans með því að loka honum. Til þess að halda áfram er notað sama lykilorð og þú fékkst sent.
Einnig er hægt er að óska eftir að fá sendan útprentaðan spurningalista á heimilisfang þitt, þér að kostnaðarlausu með því að hringja í rannsakendur í síma 835-6119 eða senda póst á netfangið lifsgaedi@krabb.is. Þar er líka hægt að óska eftir aðstoð við að svara spurningalistanum.

Ef þátttaka í rannsókninni vekur upp erfiðar tilfinningar er hægt að fá ókeypis ráðgjöf og stuðning hjá sálfræðingum, félagsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum hjá Krabbameinsfélaginu. Ekki hika við að hafa samband í síma 8004040 eða á netfangið radgjof@krabb.is
Öryggi
Upplýsingarnar sem þátttakendur veita með svörum sínum eru varðveittar á dulkóðuðu formi. Gögnin verða geymd á aðgangsstýrðu svæði sem einungis ábyrgðarmaður og gagnagrunnsstjóri rannsóknarinnar hafa aðgang að. Vísindamenn sem vinna með gögnin fá upplýsingar á dulkóðuðu formi og geta því ekki rakið upplýsingarnar til einstakra þátttakenda. Þessir ferlar og rannsóknin í heild sinni hefur fengið umfjöllun og verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.

Hafir þú fleiri spurningar um rannsóknina eða vilt frá frekari upplýsingar um þátttöku þína, þá getur þú sent póst á netfangið: lifsgaedi@krabb.is