Beint í efni

Lífs­gæða­rann­sókn - kynn­ing­ar­efni

16.000 manns á Íslandi hafa fengið boð um þátttöku í tímamótarannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi en markmið hennar er að afla frekari upplýsinga um líf fólks sem lifir af krabbamein.

Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. 

Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. 

Hugmynd að texta sem hægt er að nota þegar efni eða mynd er deilt:

Hvert svar skiptir máli í rannsókn Krabbameinsfélagsins „Lífsgæði eftir greiningu krabbameins“ Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Krabbameinsfélagið hvetur þau sem fengið hafa boð að leggja rannsókninni lið. Nánari upplýsingar um rannsóknina https://www.krabb.is/rannsoknir/lifsgaedi

Fréttir um rannsóknina

Hafa samband

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið lifsgaedi@krabb.is eða hafa samband í síma 835-6119.

Efni fyrir samfélagsmiðla

Efni fyrir skjái

Hildur Eir Bolladóttir

Rakel María Eggertsdóttir

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Myndband: Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu kynnir rannsóknina