Beint í efni
Handklæði á snaga

Heilsu­sögu­bank­inn

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Rannsóknin er á vegum Krabbameinsfélagsins og er tilgangur hennar að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á hækkandi nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi síðustu áratugi. Munu niðrstöðurnar nýtast í forvarnarskyni.

Upplýsingarnar úr rannsókninni verða nýttar til að efla skilning á orsökum krabbameina og til að geta þróað áfram leit að brjóstakrabbameini. Mögulegt er að þær verði einnig nýttar í aðrar mikilvægar vísindarannsóknir á krabbameinum, og hugsanlega í samvinnu við aðila utan Krabbameinsfélagsins.

Öll úrvinnsla og samtenging gagna verður gerð án þess að nein persónuauðkenni komi fram. Öll notkun upplýsinganna núverandi og í framtíðinni er háð leyfum Vísindasiðanefndar. 

Svör við spurningalistum verða geymd í dulkóðuðum gagnagrunni hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins. 

Upplýsingasöfnun í rannsóknina er nú lokið. 

Ef þú tókst þátt þá getur þú óskað eftir því að öllum upplýsingum um þig verði eytt úr gagnagrunninum. Hvergi í heilbrigðiskerfinu er skráð að þú sért þátttakandi og afturköllun á samþykki hefur engin áhrif á heilbrigðisþjónustu þína. 

Ef þú hefur spurningar um könnunina, um rétt þinn sem þátttakandi eða vilt hætta þátttöku getur þú sent okkur póst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringt í ábyrgðarmann í síma 540 1900 . Einnig er þér velkomið að hafa samband við Vísindasiðanefnd með því að senda póst á netfangið vsn@vsn.is.

Ef upp koma einhverjar vangaveltur eða vanlíðan eftir að hafa svarað spurningunum og þú vilt ræða við aðila sem ekki tengist rannsókninni er þér velkomið að hafa samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 540 1902 eða í gjaldfrjálst númer 800 4040. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is