Umsóknir og úthlutunarreglur
Lokað hefur verið fyrir umsóknir 2024. Hér finna umsækjendur og styrkhafar fyrri ára eyðublöð fyrir umsóknir, framvindu- og lokaskýrslur, úthlutunarreglur og annað sem tengist umsóknum og úthlutun úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti mánudaginn 4. mars 2024. Sjá auglýsingu.
Úthlutun styrkja er áætluð í júní 2024.
Styrktarumsókn
Fylla skal út styrkumsóknir, framvinduskýrslur og lokaskýrslur á viðeigandi eyðublöðum sem finna má sem Word-skjöl hér að neðan en senda rafrænt sem pdf-skjöl á netfangið visindasjodur@krabb.is.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang sjóðsins í skipulagsskrá Vísindasjóðs sem og úthlutunarreglur Vísindasjóðs. Umsóknir fara í gegnum ítarlegt matsferli sem lesa má á síðunni um gæði rannsókna.
Styrkumsókn úr Vísindasjóði.
Styrkumsókn úr Rynkebysjóði SKB.
Framvinduskýrsla
Ef sótt er aftur um styrk til verkefnis sem áður hefur verið styrkt af sjóðnum skal skila framvinduskýrslu verkefnisins frá síðustu styrkveitingu auk hefðbundinnar styrkumsóknar.
Lokaskýrsla
Þegar verkefni sem styrkt hefur verið af sjóðnum er lokið skal skila lokaskýrslu.
Varðandi frekari fyrirspurnir er bent á netfangið visindasjodur@krabb.is.
Sérstök stærri úthlutun
Samkvæmt skipulagsskrá Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins skal sjóðurinn m.a. styrkja verkefni sem eru í samræmi við vilja Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, en fjórðungur stofnframlags Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var erfðagjöf hennar.
Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar er sérstaklega tekið fram að sjóðurinn styrkir rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.
Hægt er að sækja um styrk til verkefna og rannsókna á krabbameinum í börnum og unglingum í sérstakri stærri úthlutun sjóðsins. Umsóknarfrestur rann út þann 29.febrúar 2024.
Frekari upplýsingar
- Sérstakar úthlutunarreglur vegna stærri úthlutunar
- Umsóknareyðublað fyrir styrk úr sérstakri stærri úthlutun
- Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á netfangið visindasjodur@krabb.is