Um Vísindasjóð
Vísindasjóðurinn var stofnaður 16. desember 2015 af Krabbameinsfélagi Íslands, svæðafélögum og stuðningshópum. Jafnframt runnu tvær erfðagjafir inn í sjóðinn; Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Stofnfé sjóðsins var rúmar 250 milljónir króna.
Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, m.a. með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram að sjóðurinn styrkir rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu barna sem hafa greinst með krabbameins.
Fjármögnun Vísindasjóðs
Krabbameinsfélagið fjármagnar sjóðinn með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum.
Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins
Kennitala sjóðsins: 620316-1800
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Fyrirspurnum má koma á framfæri á netfangið visindasjodur@krabb.is.