Beint í efni

Stjórn Vís­inda­sjóðs

Stjórn sjóðsins skipa sjö einstaklingar tilnefndir til tveggja ára í senn af stjórn Krabbameinsfélagsins. Stjórnin mótar stefnu hans ásamt því að tryggja að nægilegt eftirlit sé haft með reikningshaldi og meðferð fjármuna sjóðsins.

Jafnframt ber stjórnin ábyrgð á að stofnframlag og aðrar eigur sjóðsins séu ávaxtaðar með tryggilegum hætti.

Stjórn sjóðsins hefur ákvörðunarvald við úthlutun úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs um styrkumsóknir. Hún ber ábyrgð á því að úthlutun styrkja sé í samræmi við úthlutunarreglur og skipulagsskrá sjóðsins.

Eftirfarandi aðilar skipa stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins árið 2024:

  • Magnús Karl Magnússon, formaður, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði
  • Freyja Birgisdóttir, dósent við Háskóla Íslands
  • Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir
  • Birna Þórisdóttir, lektor við Háskóla Íslands
  • Helgi Sigurðsson, krabbameinslæknir
  • Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur
  • Þorsteinn Víglundsson, forstjóri
  • Guðrún Kristjánsdóttir, varamaður, prófessor við Háskóla Íslands
  • Kristín Einarsdóttir, varamaður