Beint í efni

Síma­ráð­gjöf

Þú getur haft samband við ráðgjafa Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16 og á föstudögum kl. 9-14.

Símtalið er gjaldfrjálst og hægt er að hafa samband óháð búsetu. Þú þarft ekki að segja til nafns og farið er með allar upplýsingar í samtalinu sem trúnaðarmál. 

Ráðgjafar veita upplýsingar, ráðgjöf, fræðslu og stuðning um allt sem viðkemur krabbameini og krabbameinsgreiningu, t.d. varðandi líkamleg og sálræn einkenni, félagsleg réttindi og þjónustu sem í boði er. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér.

Algengar ástæður þess að fólk nýtir sér símaráðgjöfina:

  • Ég meðtók ekki allar upplýsingarnar sem ég fékk á spítalanum í dag.
  • Ég finn fyrir depurð.
  • Ég þarf að koma athugasemd á framfæri.
  • Ég finn fyrir kvíða.
  • Ég upplifi sorg.
  • Ég finn fyrir vanlíðan eftir lyfjameðferðina/geislameðferðina.
  • Ég hef áhyggjur af fjárhagnum.
  • Ég er aðstandandi og þarf stuðning og ráðleggingar.
  • Mig vantar upplýsingar um þjónustu, stuðning og réttindamál.
  • Mig vantar ráðleggingar varðandi líkamleg einkenni og óþægindi.
  • Ég þarf fræðslu um hvernig ég ræði við börnin mín um krabbamein.
  • Ég fékk slæmar fréttir í dag og þarf tala við einhvern.
  • Ég þarf ráðleggingar varðandi lyfin mín.
  • Ég óttast að ég sé með krabbamein.
  • Mig langar að vita hvað ég get gert til draga úr líkum á krabbameini.
  • Ég þarf upplýsingar tengdar skimun vegna krabbameinssjúkdóma.