Stuðningur

Stuðningur
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita ýmiss konar fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur þess og syrgjendur.
Viðburðir framundan
Opnir tímar í Jóga Nidra
Opnir tímar í Jóga Nidra, djúpslökun og hugleiðslu.
Námskeið: Heilnæm útivist og fræðsla (14/21)
Vikulegar göngur í samvinnu við Ferðafélag Íslands þar sem fléttaðar eru ýmiskonar fróðleikur um náttúru og sögu.
Fluguhnýtingar alla mánudaga
Er ekki kjörið að hnýta sínar eigin flugur?
Opnir tímar í Jóga Nidra
Opnir tímar í Jóga Nidra, djúpslökun og hugleiðslu.
Góð ráð til aðstandenda
Ef þú þekkir einhvern sem hefur greinst með krabbamein er eðlilegt að margar spurningar vakni. Við höfum tekið saman gagnlegar ábendingar eftir því um hvern er að ræða.
Stuðningsfélög
Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa nokkur stuðningsfélög þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda. Þeir bjóða m.a. upp á jafningjafræðslu.
Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningsfélögum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þau eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.
Jóga nidra
Krabbameinsfélagið býður upp á opna tíma á þriðjudögum og fimmtudögum í jóga nidra. Öflug leið til að kyrra hugann, losa um streitu og auka vellíðan.
