Beint í efni

Stuðningur

Tvær konur

Stuðningur

Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita ýmiss konar fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur þess og syrgjendur. 

Góð ráð til að­stand­enda

Ef þú þekkir einhvern sem hefur greinst með krabbamein er eðlilegt að margar spurningar vakni. Við höfum tekið saman gagnlegar ábendingar eftir því um hvern er að ræða.

Stuðn­ings­fé­lög

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa nokkur stuðningsfélög þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda. Þeir bjóða m.a. upp á jafningjafræðslu.

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningsfélögum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þau eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.

Sjá öll stuðningsfélög

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.

Jóga ni­dra

Krabbameinsfélagið býður upp á opna tím­a á þriðjudögum og fimmtu­dög­um í jóga nidra. Öflug leið til að kyrra hugann, losa um streitu og auka vellíðan.

Jóga Nidra