Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?
Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en nákominn deyr vegna krabbameins. Í sumum tilvikum gætu veikindin þó hafa ágerst hratt frá greiningu og upplifunin því verið eins og viðkomandi hafi dáið skyndilega. Hvernig sem aðdragandanum hefur verið háttað er sorgin erfið reynsla að ganga í gegnum. Mikilvægt er að sýna sér þolinmæði, hlúa að sér og muna að allar tilfinningar eru eðlilegur partur af sorginni.
Hjá Krabbameinsfélaginu geta þeir sem hafa misst nákominn úr krabbameini nýtt sér gjaldfrjáls viðtöl við ráðgjafa sem eru til staðar til að hlusta og veita stuðning eða ráðgjöf. Einnig er boðið upp á einkatíma í djúpslökun, opna tíma í jóga nidra slökun og fleira.