Beint í efni

Rétt­indi við and­lát

Tryggingastofnun 

Dánarbætur greiðast eftirlifandi maka yngri en 67 ára í sex mánuði og 12–36 mánuði í viðbót ef börn innan 18 ára eru á framfæri viðkomandi og tekjur eru undir ákveðnum mörkum. 

Barnalífeyrir greiðist eftirlifandi maka ef hinn látni á börn yngri en 18 ára. Hægt er að framlengja til 20 ára ef um er að ræða ungmenni sem er í námi og greiðist upphæðin þá beint til ungmennis. 

Heimilisuppbót er greidd eftirlifandi maka sem er einn um heimilisrekstur og nýtur örorku- eða endurhæfingarlífeyris eða er ellilífeyrisþegi.

Mæðra- og feðralaun greiðast til einstæðra foreldra sem eru með tvö eða fleiri börn undir 18 ára aldri á framfæri. Launin falla niður við breytingar á fjölskylduhögum.

Stéttarfélög

Útfararstyrkur er greiddur hjá flestum stéttarfélögum. Flest stéttarfélög starfrækja sjúkrasjóði sem greiða m.a. bætur eða styrki til eftirlifandi maka eða barna sem eru 18 ára og yngri við fráfall félagsmanna. 

Lífeyrissjóðir 

Makalífeyrir er samkvæmt reglum viðkomandi sjóðs.

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára og oft til 22 ára ef viðkomandi ungmenni er í námi. 

Skatturinn

Eftirlifandi maki getur nýtt sér skattkort hins látna í níu mánuði eftir andlát hans. Hægt er að sækja um lækkun á tekju- og eignaskatti vegna andláts ef sýnt er fram á röskun á fjárhag vegna andlátsins.

Félagsþjónusta sveitarfélaga 

Hægt að sækja um fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar ef tekjur eru lágar og félagslegar aðstæður erfiðar.