Viðtöl
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins bjóða upp á endurgjaldslaus viðtöl ef þú hefur greinst með krabbamein, ert aðstandandi eða syrgjandi. Hjá félaginu starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar.
Við bjóðum bæði upp á viðtöl á skrifstofu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og fjarviðtöl fyrir þá sem þess óska. Þá getur þú fengið símaráðgjöf í síma 800 4040 mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16 og á föstudögum kl. 9-14.
Að auki er boðið upp á viðveru ráðgjafa hjá eftirfarandi þjónustuskrifstofum á landsbyggðinni:
- Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON). Skrifstofan er til húsa að Glerárgötu 34, 2. hæð, og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-14, sími 461 1470. Hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér en einnig hægt að panta tíma eða senda fyrirspurn á kaon@krabb.is. Ráðgjafi er Jenný Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, jenny@krabb.is. Sjá nánar á heimasíðu KAON.
- Austurlandi í samstarfi við aðildarfélögin á Austurlandi, Fljótsdalshérað og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Ráðgjafi Krabbameinsfélagsins kemur reglulega austur og býður upp á einstaklingsviðtöl hjá HSA, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
Ef þú býrð utan þessara svæða og átt ekki heimangengt getur þú haft samband í síma 800 4040 og bókað einstaklingsviðtali við ráðgjafa Krabbameinsfélagsins.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.