Beint í efni

Orð­skýr­ingar og flokk­un meina

Hugtök notuð í Krabbameinsskrá og skipting krabbameina í flokka (ICD-10)

Nýgengi

Nýgengi (e. incidence) er skilgreint sem „Fjöldi nýgreindra einstaklinga með ákveðið mein í tilteknu þýði og tímabili“. Nýgengistölur sem Krabbameinsskráin gefur út eru yfirleitt aldursstaðlaðar með norrænum staðli m.v. 100.000 íbúa. Þær eru sýndar sem 5 ára hlaupandi meðaltöl til að draga úr tilviljanasveiflum sem annars verða mjög áberandi vegna fámennis þjóðarinnar.

Dánartíðni

Dánartíðni (e. mortality) er fjöldi látinna í tilteknu þýði. Hjá Krabbameinsskrá er dánartíðnin aldursstöðluð með norrænum staðli m.v. 100.000 íbúa og sýnt sem 5 ára hlaupandi meðaltal.

Aldursstöðlun

Aldursstöðlun (e. age-standardization) er nauðsynleg til þess að samanburður á nýgengi og dánartíðni sé mögulegur milli þjóða, en aldurssamsetning er oft mismunandi milli tímabila og þjóða. Bein aldursstöðlun felst í því að reikna, fyrir skilgreindan hóp og greiningartímabil, hve margir greindust innan hvers fimm ára aldursflokks og yfirfæra þær tölur yfir á staðalþýði með fasta aldursdreifingu. Krabbameinsskráin notast hér við norræna staðalinn (Nordic Standard Population)

Aldursbundið nýgengi

Til að kanna hvernig nýgengi breytist með aldrinum er notað aldursbundið nýgengi, sem er fjöldi einstaklinga sem greinist árlega á hverja 100.000 einstaklinga í völdum aldursflokki.

Uppsafnað nýgengi / uppsöfnuð áhætta

Uppsafnað nýgengi (cumulative incidence rate) er skilgreint sem hlutfall þeirra sem veikjast af þeim sem mögulega geta fengið sjúkdóminn á ákveðnu tímabili eða fyrir tiltekinn aldur. Með leiðréttingu gefur það til kynna áhættuna á því að einstaklingur greinist fyrir tiltekinn aldur.

Algengi

Algengi (e. prevalence) krabbameins í lok tiltekins árs er fjöldi þeirra sem eru á lífi eftir greiningu í tilteknu þýði. Einstaklingar sem hafa greinst með fleiri en eitt krabbamein eru taldir með í öllum þeim meinum sem þeir hafa greinst með, en þegar flokkurinn „Öll mein“ er skoðaður eru einstaklingar eintaldir m.v. greiningu fyrsta meins. 

Heildar algengi endurspeglar fjölda einstaklinga á lífi á ákveðnum tímapunkti, sem áður höfðu greinst með tiltekið mein, óháð því hversu langt er frá greiningu og hvort einstaklingurinn er í meðferð eða álitinn læknaður. Þegar lífshorfur eru slæmar er algengið lágt, jafnvel þótt nýgengið sé hátt.

Hlutfallsleg lifun

Hlutfallsleg lifun (e. relative survival) er námundun fyrir sjúkdómssértæka lifun. Hún er skilgreind sem hlutfall af lifun sambærilegs hóps í þjóðinni, þ.e. af sama kyni, aldri og á sama tímabili. 

Ábendingar varðandi línurit og töflur

Bent skal á það að lifunarkúrfur geta verið talsvert óáreiðanlegar vegna tilviljanasveiflna ef fáir einstaklingar eru að baki tölunum eins og gildir um flestar íslenskar sjúkdómatölur. Einnig gætir mikils óáreiðanleika í tölum sem sýna aldursbundið nýgengi þegar komið er upp í elstu aldurshópana, sömuleiðis vegna þess hve fáir eru í þeim hópum. 

Loks skal þess getið að ekki var hægt að aðgreina dánartíðni fyrir bráðahvítblæði og langvinnt hvítblæði og því er sameiginleg dánartíðni sýnd undir „bráðahvítblæði“, en ekki liggja fyrir upplýsingar til að aðgreina þessi mein fyrir tímabilið 1955-1995 hvað dánarorsakir varðar. Sama var gert fyrir krabbamein í nýrum annars vegar og þvagvegum hins vegar af sömu ástæðu. Þar er dánartíðnin sýnd undir „Krabbamein í þvagvegum“.

Skipting krabbameina í flokka (ICD-10)

Íslensk og ensk heiti meina

Íslensk og ensk heiti meina ásamt skilgreining á ICD-10 flokkun, sem notuð er við úrvinnslu töluupplýsinga:

C00, C02-04, C05.0, C06

  • Munnhol og vör / Lip and mouth

C01, C05.1-9, C09, C10.0, C10.2-9, C11-14

  • Kok / Pharynx

C07-08

  • Munnvatnskirtlar / Salivary glands

C15

  • Vélinda / Oesophagus

C16

  • Magi / Stomach

C17

  • Smáþarmar / Small intestine

C18

  • Ristill / Colon

C19-20

  • Endaþarmur / Rectum

C18-20

  • Ristill og endaþarmur / Colon and rectum

C22

  • Lifur / Liver

C23-24

  • Gallblaðra og gallvegir / Gallbladder and bilary tract

C25

  • Bris / Pancreas

C30-31

  • Nefhol / Sinuses

C32

  • Barkakýli / Larynx

C33-34

  • Lungu / Lung

C40-41,47-49

  • Mjúkvefur, bein og vöðvar / Connective tissue, bone and muscle

C43

  • Sortuæxli í húð / Melanoma of the skin

C44

  • Húð án sortuæxla / Carcinoma of the skin

C50

  • Brjóst / Breast

C51-C52

Leggöng og ytri kynfæri / Vagina and vulva

C53

  • Legháls / Uterine cervix

C54

  • Legbolur / Uterus

C56-57

  • Eggjastokkar og eggjaleiðarar / Ovary and fallopian tube

C61

  • Blöðruhálskirtill / Prostate

C62

  • Eistu / Testes

C64

  • Nýru / Kidney

C65-68

  • Þvagvegir og þvagblaðra / Urinary tract

C70-72

  • Heili og miðtaugakerfi / Brain and central nervous system

C73

  • Skjaldkirtill / Thyroid gland

C74-75

  • Innkirtlar / Endocrine organs

C81

Hodgkins sjúkdómur / Hodgkins disease

C82-85

  • Eitilfrumuæxli / Non-Hodgkins lymphoma

C90

  • Mergæxli / Multiple myeloma

C91-95

  • Bráðahvítblæði / Acute leukemia

C91-95

  • Langvinnt hvítblæði / Chronic leukemia

CXX

  • Önnur æxli / Other and unspecified

C00-96-15

  • Börn yngri en 15 ára / Children under 15 years

C00-96-20

  • Börn yngri en 20 ára / Children under 20 years

C00-96

  • Öll mein / All cancers