Krabbamein
Krabbamein
Þrjú af fjórum sem fá krabbamein á Íslandi lifa. Það eru tvöfalt fleiri en fyrir 50 árum. Hér finnur þú upplýsingar og ráð um einkenni, greiningu, meðferð og líf eftir krabbamein.
Ég held að ég sé með krabbamein, hvað nú?
Finnur þú fyrir einhverju sem þig grunar að sé óeðlilegt? Mörg einkenna tengd krabbameinum geta stafað af öðrum orsökum – en það er mikilvægt að láta kanna þau.
Ekki slóra – því lífið liggur við.
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.
Tölfræði krabbameina
Vönduð skráning krabbameina er mikilvægur grunnur faraldsfræðilegra rannsókna á orsökum krabbameina. Hún er einnig forsenda þess að geta áætlað fjölda þeirra sem greinast með krabbamein í framtíðinni.