Í krabbameinsmeðferð
Það er margt sem hefur áhrif á hvaða krabbameinsmeðferð er valin.
Aldur og almennt heilsufar er einn af áhrifaþáttunum en einnig skiptir máli tegund meinsins, stærð þess, staðsetning og hvort það hafi dreift sér. Yfirleitt er gefin fleiri en ein tegund af meðferð, t.d. skurðaðgerð og lyfjameðferð og/eða geislameðferð. Hjá sumum nægir þó að gefa eina tegund meðferðar. Tilgangur flestra krabbameinsmeðferða er að uppræta meinið en getur líka verið sá að halda því í skefjum.