Forvarnir
Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum
Fjögur af hverjum tíu tilfellum krabbameina eru talin tengjast lífsvenjum fólks. Þó að þú getir ekki tryggt þig gegn því að fá krabbamein getur þú dregið úr líkunum með heilsusamlegum lífsvenjum. Kynntu þér hvernig þú getur tekið góðar ákvarðanir fyrir þig og þína.
Sólarvarnir eru mikilvægar
Með hækkandi sól er nauðsynlegt að huga að sólarvörnum. Á Íslandi er sólin sterk frá apríl og út september. Sérstaklega þarf að huga að sólarvörnum fyrir börn og unglinga.
Leiðir til að draga úr líkum á krabbameini
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (IARC) og Evrópsku krabbameinssamtökin (ECL) hafa tekið saman Evrópustaðal (e. The European code against cancer) sem ætlaður er að upplýsa fólk um hvað það geti gert til að draga úr líkum á að fá krabbamein.
Ráðleggingarnar byggja á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna.