Forvarnir

Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum
Að minnsta kosti eitt af hverjum þremur krabbameinstilvikum eru talin tengjast lífsvenjum fólks. Þó að þú getir ekki tryggt þig gegn því að fá krabbamein getur þú dregið úr líkunum með heilsusamlegum lífsvenjum. Kynntu þér hvernig þú getur tekið góðar ákvarðanir fyrir þig og þína.
Mataræði sem dregur úr líkum á krabbameini
Með hollu og fjölbreytt matarræði er hægt að draga úr líkum á krabbameini. Borðum ríkulega af grænmeti, ávöxtum og baunum og veljum heilkornavörur. Takmörkum neyslu á rauðu kjöti og sneiðum hjá unnum kjötvörum. Takmörkum neyslu á mikið unnum, söltum og sykruðum matvörum og sykruðum drykkjum.

Leiðir til að draga úr líkum á krabbameini
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (IARC) og Evrópsku krabbameinssamtökin (ECL) hafa tekið saman Evrópustaðal (e. The European code against cancer) sem ætlaður er að upplýsa fólk um hvað það geti gert til að draga úr líkum á að fá krabbamein.
Ráðleggingarnar byggja á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna.