Beint í efni

Mark­mið­ið að þróa sér­tæk­ar lyfja­ferjur

Gunnhildur Ásta Traustadóttir ætlar að rannsaka hversu vel sértæk sameind kemst inn í þrívítt frumumódel.

„Í þessari rannsókn ætlum við setja upp þrívíð frumumódel með brjóstakrabbameinsfrumum og besta aðferðir til myndgreiningar á frumumódelinu í lagsjá. Frumumódelið verður svo notað til að meta hversu vel sértæk flúorljómandi prótínsameind kemst inn í þrívíða frumumódelið með það að markmiði að þróa sértækar lyfjaferjur sem komast greiðlega inn í æxli,“ segir Gunnhildur Ásta aðspurð um rannsóknina.

Verkefnið Mat á áhrifum sértækrar peptíð-ferju á krabbameinsfrumur í þrívíðri rækt hlaut 2.000.000 króna styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2023.