Beint í efni

Gagna­grunns­rann­sókn á börn­um sem greinst hafa með krabba­mein

Ólafur Gísli Jónsson rannsakar börn á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein.

Gagnagrunnurinn Trausti er aðgangsstýrð gæðaskrá og skilgreindur sem hluti sjúkraskrár. Í skrána eru færðar upplýsingar um börn sem hafa greinst með krabbamein fyrir 18 ára aldur. Skráningin nær aftur til ársins 1981 og byggir á upplýsingum úr sjúkraskrám barnanna eins og einkenni þeirra við greiningu, niðurstöður rannsókna, meðferð sem var veitt og árangur hennar

Gagnagrunnurinn er 20 ára gamall og hefur ekki verið notaður að því marki sem ætlað var í byrjun. Til að bæta úr því þarf að lagfæra uppbyggingu hans og einnig skrá í grunninn sjúklinga sem greinst hafa á undanförnum árum en ekki hafa verið skráðir vegna manneklu. Í framhaldi af þessu verður hægt að nota grunninn til að rannsaka margs konar þætti sem tengjast sjúkdómnum og þeirri meðferð sem var beitt og meta hvernig þessir þættir og margir aðrir hafa haft áhrif á lifun og aðra mælanlega þætti.

Rannsóknin Gagnagrunnsrannsókn á börnum á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein hlaut 16.000.000 kr. styrk úr sérstakri stærri úthlutun Vísindasjóðs árið 2024.