Beint í efni
Tónleikar og spjall með SUPERCOIL

SUPERC­OIL tón­leik­ar og spjall - Bleika slauf­an

Í samstarfi við Brakkasamtökin og Krabbameinsfélagið býður Norræna húsið á tónleika ásamt umræðu með SUPERCOIL.

Viðburðurinn verður í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavik, 27. október kl.17:00.

Fyrir tónleikana verður stutt ávarp frá Krabbameinsfélaginu, og því næst pallborðsumræður sem Amalie Guldberg Thomsen, nemi í heimspeki og starfsnemi hjá Norræna húsinu, stjórnar.Um verkefnið: SUPERCOIL er tilraunaverkefni sem sameinar list og vísindi með það að markmiði að kanna erfðamengið í gegnum tónlist. Það er samstarfsverkefni milli Esther Þorvaldsdóttur, sem fékk hugmyndina að verkefninu út frá reynslu sinni af stökkbreytingu í BRCA2 geninu sínu, Robin Morabito (einnig þekktur sem Bob Hermit), og Hrafnkels Arnar Guðjónssonar (Agent Fresco, BÖSS). Þau blanda saman hljóði, vísindum og persónulegri reynslu til að skapa tónlist. Tónlist þeirra er samblanda af raftónlist, samtímatónlist og rokki og fer inn á fjölmarga tónlistarstíla.Þau búa til mörg af sínum eigin hljóðfærum, þar á meðal rafhljóðfæri með e-textílefnum – mjúkum efnum sem líkjast amínósýrum og DNA-keðjum – og skapa óljós mörk milli lífrænna hljóða og gervihljóða. Esther notar einnig hugbúnað Robin til að búa til núritun (ens. live coding) þar sem hún segir frá BRCA sögu sinni. Verk þeirra innihalda óvenjuleg hljóð, sundurliðaðar raddupptökur og óhefðbundnir effectar, sem skapa hljóðheim sem er jafn óútreiknanlegur og stökkbreytingarnar sem veittu því innblástur.Verkefnið er styrkt af Samfélagssjóði Landsbankans og Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2.Aðgengi: Aðgengi fyrir hjólastóla í Elissu er gott, en lítill þröskuldur er inn í salinn. Kynhlutlaus og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.
-
*EN*
In cooperation with BRCA Iceland and The Icelandic Cancer Society, Nordic House invites for a talk and concert with SUPERCOIL.Before for the concert begins there will be a short welcome speech from The Icelandic Cancer Society and followed by a panel talk lead by Amalie Guldberg Thomsen, who is a philosophy student and intern at Nordic House.About the project: SUPERCOIL is an experiment in fusing art and science, exploring the genetic code through music. It’s a collaborative project between Esther Thorvalds, whose experience with a mutation in her BRCA2 gene inspired the formation of the project, Robin Morabito (active as Bob Hermit), and Hrafnkell Örn Guðjonsson (Agent Fresco, BÖSS). Together they blend sound, science, and personal experiences to create music. Their music merges electronic, contemporary, and rock elements, exploring a spectrum of genres.They craft some of their own electronic instruments using e-textiles – soft materials that resemble amino acids and DNA chains – blurring the lines between organic and synthetic sounds. Esther also uses Robin’s live coding software to tell her BRCA story. The team’s compositions feature unusual sounds, fragmented voice recordings, and unconventional effects, resulting in a soundscape that isas unpredictable as the mutations that inspired it.The project is supported by Samfélagssjóður Landsbankans and Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar tvö.Accessibility: for wheelchairs in Elissa is good, there is a small threshold into the auditorium. Accessible and gender-neutral restrooms are on the same floor. This event will be held in English.