Beint í efni
Qigong

Qigong (2/3)

Qigong er forn kínversk heilsuæfing. Iðkun þess getur verið með ýmsu móti, s.s. sitjandi/standandi æfingar, flæðandi mjúkar hreyfingar og hugleiðsla.

Markmið ástundunar er m.a. að styrkja og koma jafnvægi á lífsorkuna og orkuflæði líkamans. Á námskeiðinu verður veitt innsýn í nokkrar ólíkar leiðir til iðkunar Qigong ásamt því að kenndar verða æfingar sem hægt er að stunda heima.

Námskeiðið er í þrjú skipti, 13., 15. og 20. janúar kl. 10:30 - 11:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

 Leiðbeinandi er Þóra Halldórsdóttir, Qigong leiðbeinandi. 

Þóra hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á víðtækt nám í Qigong, m.a. undir leiðsögn dr. Yang, Jwing-Ming hjá Yang’s Martial Arts Association þar sem kennd er grunnhugmyndafræði Qigong ásamt ýmsum afbrigðum.

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.