Beint í efni
Maður horfir út um glugga í flugvél

Rétt­indi vegna lækn­is­heim­sókna fjarri heima­byggð

Hægt er að sækja um niðurgreiðslu á tveimur ferðum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu á tólf mánaða tímabili en þegar um krabbamein er að ræða er hægt að sækja um niðurgreiðslu fyrir fleiri en tvær ferðir

 Læknir þarf að fylla út sérstakt eyðublað sem fylgir umsókninni. Hægt er að sækja um niðurgreiðslu fyrir fylgdarfólk. Hafðu samband við Krabbameinsfélagið, Sjúkratryggingar Íslands eða umboð sýslumanns í þinni heimabyggð fyrir frekari upplýsingar. 

Mörg krabbameinsfélög á landsbyggðinni styðja við sitt fólk með styrkjum vegna ýmissa þátta sem tengjast því að greinast með krabbamein, þar með talið vegna kostnaðar sem fellur til þegar læknismeðferð er sótt í Reykjavík

Gisting vegna læknismeðferðar í Reykjavík 

Krabbameinsfélagið á íbúðir við Rauðarárstíg til afnota fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra á landsbyggðinni sem sækja krabbameinsmeðferð á Landspítala. Greitt er lágt gjald fyrir afnot af íbúðinni, en mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði sinna félagsmanna. Þú getur sótt um afnot af íbúð hjá Geisladeild Landspítalans, í síma 543 6800. Nánari upplýsingar um íbúðirnar er að finna undir tengdu efni hér á síðunni.

Sjúkrahótel Landspítalans er fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem heilsu sinnar vegna þurfa að dvelja fjarri heimabyggð.  Nánari upplýsingar getur þú nálgast á vef Landspítalans eða í síma 543 1000.