Beint í efni

Mottumars

Kallaútkall - Prestur
Mottumars logo white .svg

Mottumars

Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Kallaútkall - Prestur
22
Dagar
10
Klukkustundir
57
Mínútur
Mottumars logo white .svg

Átakið hefst fimmtudaginn 27. febrúar

Skegg­keppn­in

Skeggkeppnin er skemmtilegur hluti af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Þátttakendur skeggkeppninnar safna ekki aðeins skeggi heldur einnig áheitum og styðja þannig með ómetanlegum hætti við starf Krabbameinsfélagsins.

Árið 2024 tóku 360 karlar þátt í Skeggkeppninni og söfnuðu rúmlega 7 milljónum króna.

Opnað verður fyrir skráningar í einstaklings- og liðakeppni skeggkeppninnar um miðjan febrúar.

Skeggkeppni 2024 - hópmynd
Mottumass 2024

Mottu­mars­hlaupið

Mottumarshlaupið fer fram miðvikudaginn 19. mars. Hlaupið verður ræst frá Fagralundi í Kópavogi og 5 km hringur farinn á þeim hraða sem hver og einn kýs, á tímatöku eða ekki, svo má líka stytta sér leið.

Nánari upplýsingar og krækja í skráningu koma hér þegar nær dregur.

Hlaupið fór fram í fyrsta skipti í fyrra og fór þátttaka fram úr björtustu vonum en alls en alls skráðu sig til leiks 480 manns.

Mottumarshlaupið

Mottu­mars­frétt­ir

Sjá allar fréttir

Karla­klúbb­ur­inn

Við karlar erum stundum heldur tregir að leita upplýsinga eða aðstoðar varðandi andlega eða líkamlega heilsu. Saman ætlum við að breyta þessu. Sem félagi þiggur þú tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu. Þannig ertu liðsmaður í baráttunni gegn krabbameinum.


Mottumars 2024 - Hópmynd með heilsuverði