Makar og nánir aðstandendur
Oft takast nánustu aðstandendur á við erfiðar og flóknar tilfinningar, ekki síður en sá sem hefur greinst með krabbamein. Þeir taka oft á sig hlutverk og verkefni sem áður voru í höndum þess sem greindist auk þess sem oft bætast ný hlutverk við í tengslum við veikindin. Margir upplifa aukið álag og streitu tengt verkefnum, tilfinningum og hugsunum. Það er gríðarlega mikilvægt að aðstandendur gefi sér rými til að hlúa að sér og sinni heilsu. Það er öllum til góða.
Hjá Krabbameinsfélaginu geta aðstandendur nýtt sér gjaldfrjáls viðtöl við ráðgjafa sem eru til staðar til að hlusta og veita stuðning eða ráðgjöf varðandi ýmis mál. Einnig er boðið upp á einkatíma í djúpslökun, opna tíma í jóga nidra slökun og fleira.